Thursday, January 18, 2007

Vísir, 18. jan. 2007 18:45
Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar.En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? "Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona."Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. "Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna."Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: "Bara í samræmi við landslög, já."

Alltaf gaman að sjá svona, vildi að ég hefði kosningarétt svo ég gæti kosið hana!

1 comment:

Anonymous said...

Halla Gunnarsdóttir, kona, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns knattspyrnusambands Íslands. Þetta tilkynnti faðir Höllu á blaðamannafundi nú rétt áðan.

Halla er að eigin sögn aðallega kona og kveðst eiga mjög farsælan feril að baki sem slík.

Hún kveðst einnig hafa mikinn og einlægan áhuga á íþróttum, jafnvel knattspyrnu, en hún sá á dögunum hluta úr leik í ensku úrvalsdeildinni og hefur einnig handleikið knött, sem hún telur líklegt að hafi verið fótbolti.
BAGGALÚTUR