Þá er ég búin að útskrifast úr Háskóla Íslands með BA-próf í fornleifafræði. Það er gott og gaman. Ég hélt stóra veislu hjá pabba sem lukkaðist ljómandi vel og ég fékk marga fallega pakka. Stefán gaf mér fallegt hálsmen úr Aurum, amma og afi gáfu mér tvær stórar ferðatöskur, pabbi og Lára gáfu mér heimaprjónaða lopapeysu, sokka, vettlinga og húfu og gúmmískó. Ég fékk líka margt annað fallegt.
Nú er ég komin austur á Skriðuklaustur sem er bara alveg ágætt. Svo fer ég út til New York City strax 17. ágúst, spennó spennó.
No comments:
Post a Comment