Þá er kona bara komin heim frá Skotlandi, útbitin og með smá lit. Á meðan ég var úti fékk ég styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgúlfsdóttur. Ég gat ekki mætt á athöfnina þannig að mamma og pabbi gerðu það fyrir mig. Svo er ég barasta að fara að útskrifast um næstu helgi. Það verður rosa partý. Ég er búin að kaupa kjól, svaka ódýran og fínan og ætla að endurnýta skó. Annars er ég bara spennt að fara austur í afslöppun, bara vinna og engar áhyggjur.
No comments:
Post a Comment