Tuesday, May 31, 2005

Áskorun frá Feministafélagi Íslands til Samtaka atvinnulífsins.

Fyrir okkur konur sem erum fyrir löngu búnar að gera okkur grein fyrirað íslenskir atvinnurekendur meta okkur til verðmæta fyrst og fremsteftir því af hvaða kyni við erum kemur umræðan síðustu daga okkurspánskt fyrir sjónir. Skv. upplýsingum um launamuninn eru konur með 62%af launum karla skv. skattframtali sem þýðir að KARLAR ERU MEÐ 67% HÆRRILAUN EN KONUR. Hinn raunverulegi launamunur hverfur í skuggann fyrirumfjöllun um leiðréttan launamun sem sýnir hvernig hlutirnir gætu veriðef konur væru eins og karlar!!!

Í ljósi þess langar okkur að spyrja: Af hverju halda Samtök atvinnulífsins að launamunur kynjanna stafi?Á launamunur kynjanna á Íslandi sér eðlilegar "skýringar" að matiframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins?

Feministafélag Íslands skorar á Samtök Atvinnulífsins að gera könnun áviðhorfi stjórnenda á Íslandi til kvenna annars vegar og karla hinsvegar. Við skorum á Samtök atvinnulífsins að gera könnun á því hvort skiptimeira máli við aðgang að betur launuðum störfum - kynjabreytan eðahæfileikar viðkomandi einstaklings. Að síðustu skorum við á Samtökatvinnulífsins að gera könnun á viðhorfi starfsfólks ráðningarfyrirtækjatil kvenna annars vegar og karla hins vegar. Það er ekki vanþörf á að íslenskir atvinnurekendur og samfélagið allthorfist í augu við raunveruleikann í þessu máli. Konum á Íslandi erugreidd mun lægri laun en körlum.

Það er staðreynd sem ekki verðurumdeilt. Sú viðleitni að leita sífellt "eðlilegra skýringa" á þeirristaðreynd er einhver mesta niðurlæging sem íslenskar konur hafa þurft aðhorfast í augu við í jafnréttisbaráttunni. Það er ekkert "eðlilegt" viðþað að aðgangur kvenna að góðum stöðum sé mun verri en karla. Það erekkert eðlilegt við það að strax að loknu háskólanámi, áður eneinstaklingarnir hafa fengið tækifæri til að sanna sig á íslenskumvinnumarkaði er framlag ungra karla mun eftirsóknarverðara en kvenna.Þannig er staðan í dag.

No comments: