Ég sá flottasta hlut í heimi í dag. Ljósbleikt Tivoli Pal ferðaútvarp. Ég heimta að fá svona í útskriftargjöf. Ég fór sem sagt í heimsókn til Hildar í Epal í dag. Þar eru margir fallegir hlutir t.d. dökkbleikur svanur og ljósfjólublár svanur og fjólublátt Egg. Alveg geggjað.
Ég tók miðstigspróf (gamla 5. stig) í söng í dag. Lögin gengu mjög vel, auðvitað voru smá villur en á heildina litið var þetta alveg súper. Ég hrasaði hinsvegar illa í nótnalestrinum sem var reynda svínslega erfiður. Takttegundin var 6/8 og þetta var í þokkabót í e-moll. Ég gat svona þrjár nótur rétt. Alveg svakalega slæmt en það var svo sem við því að búast.
No comments:
Post a Comment