Ég er hér með orðinn útskrifaður tónfræðingur eins og Jón Hrólfur tónfræðikennarinn minn segir. Ég náði á einhvern útsmoginn hátt að fá 6.3 í tónheyrn (algjört kraftaverk) og 7.0 í tónfræði sem hefði reyndar átt að vera aðeins betra en samt í lagi. Svo fór ég í tónlistarsögupróf þar sem gekk aðeins svolítið mikið verr en það er samt alveg í lagi.
Annars er það helst í fréttum að það flæddi skólp inn í geymsluna mína um helgina þannig að mér varð almennt séð frekar lítið úr verki.
Ég er samt langt frá því að vera eina manneskjan sem er ekki enn búin að skila BA-ritgerðinni og ætla að útskrifast í vor. Veii
No comments:
Post a Comment