Ég er búin að sofa í íbúðinni í tvær nætur og hefur það verið ágætt. Miðvikudagurinn var nokkuð erfiður enda var hann sérlega heitur og það sem verra var, rakur þar sem leifar fellibylsins Katrínar voru að gera okkur New York búum (ha ha já ég er NY-búi, ekki þið ligga lá) óleik. Að sjálfsögðu valdi ég þennan dag til að flytja frá þeim ágætu hjónum Einari og Soffíu í New Jersey þar sem ég hafði dvalist í góðu yfirlæti. Einhvern veginn tókst dótinu mínu að margfaldast töluvert á meðan á dvölinni þar stóð en sem betur fer gat Einar keyrt mig á jeppanum svo þetta komst allt fyrir (þegar búið var að leggja niður aftursætin!). Svo þurfti að koma öllu dótinu upp í íbúð, þetta var ein smekkfull lyfta. Þar sem það er engin loftkæling hér var ansi heitt. Ég byrjaði á að þrífa og fljótlega þrufti ég að fækka fötum vegna óbærilegs hita. Dótið frá Ikea kom svo rúmlega tvö og þá fyrst hófst gamanið. Mér tókst að setja saman náttborðið, hilluna og skrifborðið með einugnis Ikea sexkant og vasahnífinn minn að vopni þar sem ég átti ekki skrúfjárn. Ég mæli ekki með þessari aðferð, mér er enn illt í hægri höndinni eftir allar skrúfurnar. Þegar kom að kommóðunni versnaði í því þar sem gleymst hafði að setja allar skrúfur og þessháttar í pakkann og hún liggur enn ósamsett á gólfinu hjá mér. Rúmið er líka eitthvað að stríða mér, á teikningunni eru einhver göt sem eru of lítil í raunveruleikanum til þess að það sem þarf að komast í götin komist þar inn en svo eru önnur göt of stór. Ég hef þess vegna þurft að hafa dýnuna á gólfinu og sofið á henni þar, frekar pirrandi svona en sem betur fer er herbergið stórt svo það er nóg pláss. Ég er búin að tæma tvær töskur en þarf að kaupa fleiri herðatré og setja saman kommóðuna til að klára þá þriðju.
Annars get ég sagt það í óspurðum fréttum að hálsmenið sem ég fékk frá þeim Vöku, Hjördísi og Írisi í útskriftargjöf hefur vakið mikla lukku hér úti. Ég notaði það í fyrsta skipti hér á miðvikudaginn og þá sagði afgreiðslustúlka á Starbucks að það væri flott og stelpa sem er með mér í tíma.
Ég nenni ekki að skrifa meir en á morgun verð ég líklega komin með síma en númerið er 1-917-521-0648 og fólki er frjálst að hringja (muniði bara að ég er 4 klst á eftir Íslandi, bannað að hringja fyrir kl. 13 að íslenskum tíma!). Annars er ég líka á Skype sem er alveg fríkeypis.
1 comment:
En gaman að heyra þetta með hálsmenið, ég er með svo góðan smekk :-) Til lukku með íbúðina! Ég keypti mér verkfærasett í IKEA á 490 kr, með hamri, skiptilykli, töng og skrúfjarni með margskonar hausum, þú ættir að reyna að redda þér svoleiðis.
Hvað er skype-notandanafnið þitt? Ég er líka komin með, er vakayr
endilega addaðu mér, kv. Vaka
Post a Comment