Ég sá tvær rottur í gær. Eina dauða, líklega raflost frá neðanjarðarlestarteinunum og eina lifandi sem mér sýndist vera að éta málningu. Verði henni af því segi ég bara.
Ég mætti í annan tíman í dýrabeinafornleifafræði í dag. Hann var mjög skemmtilegur fyrir utan það að við eigum að kaupa lesefni upp á rúmlega 500 bls, prentað báðu megin að sjálfsögðu, og svo kemur annar pakki í byrjun október, er ég ekki heppin?
Annars fór ég á nett fyllerí í kvöld með Kimberley og Konrad. Það var gaman. Fyrst ætluðum við að fá okkur að borða en það eru mjög fáir matsölustaðir í nágrenni Brooklyn College og engir sem selja líka bjór. Við löbbuðum í svona 45 mín og enduðum á bar þar sem við drukkum nokkra bjóra og það var bara mjög gaman. Það tók svo um 2 klst að komast heim sem var ekki alveg jafn gaman.
No comments:
Post a Comment