Monday, September 26, 2005

Það er afar athyglisvert að skoða hina íslensku vefmiðla í dag. Á ruv.is eru nánast allar innlendu fréttirnar um Baugsmálið, á visir.is er það líka í aðalhlutverki en á mbl.is er ein frétt um málið á forsíðu. Af hverju ætli það sé?
Hvernig væri að fræðimenn færu að fjalla um þennan farsa s.s. sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar frá sjónarhóli fræðanna, eitthvað aðeins hlutlausara og markvissara en þessi ruglingslegi fréttaflutningur.

1 comment:

Anonymous said...

Það verður nú ekki sagt að Morgunblaðið hafi staðið sig illa í fréttaflutningnum af þessum málum upp á síðkastið. Það hefði kannski verið gott að kíkja á gömlu fréttirnar á mbl.is ekki bara þær sem eru efst á skjánum hverju sinni.

Þá má benda á það að það er ekki hlaupið að því að láta fræðimenn fjalla um þetta þar sem þetta er enn of náið amstri dagsins til þess að hægt sé að fá skýra mynd og rétta af því sem gerst hefur. Reyndar vorkenni ég sagnfræðingum framtíðarinnar sem ætla kannski að nota dagblöð sem heimildir um þetta mál og önnur svipuð undanfarin ár þegar Fréttablaðið hefur stundað það í langan tíma að birta brenglaða mynd af samfélaginu eftir því sem hentaði eigendum blaðsins. Nægir mér að nefna forsíðufrétt þar sem ráðist var harkalega að lögreglunni fyrir að gera húsleit hjá einstaklingi sem kom fram svo síðast í fréttinni að hefði haft þýfi og fíkniefni í fórum sér. Hverjir eru að skapa andrúmsloft óttans?

Svo þarf væntanlega ekki að taka það fram að mér finnst ansi langt seilst til að koma höggi á andstæðinga sína þegar móðurfyrirtæki lætur dótturfyrirtæki sitt hafa trúnaðarupplýsingar þriðja aðila í té (getur verið einhver vafi á því að það hafi verið gert?) og þegar fyrirsagnir eins og "þau voru elskendur" sjást á síðum DV.

SGS.