Ég fór í skemmtilega skoðunarferð um helgina. Fór aðallega til Brooklyn, borðaði gott súkkulaði og pizzu. Þessi mynd er tekin á bryggjunni við The River Cafe sem er á oddanum á Brooklyn, milli Brooklyn Bridge og Manhattan Bridge. Í bakgrunninn má sjá neðsta hluta Manhattan. Við hliðina á mér er hin franska Florence svo Carmen og síðast Victoria dóttir hennar en myndina tók Bénédicte. Ég mun líklega blogga meira um þennan ágæta dag síðar en nú verð ég að halda áfram að lesa.
Glöggir lesendur munu taka eftir því að ég er ekki minnsta manneskjan á þessari mynd.
No comments:
Post a Comment