Farið var í mikla innkaupaferð í Ikea í gær. Þar eyddi ég tæpum 1200$ og fyrir það fékk full size rúm og dýnu, náttborð og þriggja skúffu kommóðu úr Malm-línunni. Jonas skrifborð, skrifborðsstól, bókahillu, spegil, fullt af herðatrjám, ruslafötu á bað og fyrir bréfarusl, tvo klósettbursta, þrjá ramma, sprittkerti, geymslukassa og eitthvað fleira sem ég man ekki í bili. Það fannst mér ansi hreint góð kaup.
Hundurinn er eitthvað að tryllast svo ég verða að hætta í bili.
1 comment:
Hundurinn, ertu komin með hund?
Post a Comment