Thursday, August 18, 2005

Þá er ég búin að vera tæpan sólarhring hér í USA. Nú þegar hefur ýmislegt á daga mína drifið, ég er flækt í skriffinsku frumskógi, búin að sjá löggu á hesti og kaupa nýju Harry Potter bókina.
Ég er nú í góðu yfirlæti hjá ættingjum Eyju konu Agna bróður pabba. Þau búa í rúmgóðu húsi með sundlaug í Clifton New Jersey og héðan er ekki nema svona 30-45 mín rútferð niður á Manhattan. Ég hélt af stað í morgun léttklædd enda veðrið gott en eins og góðum Íslending sæmir þá tók ég með mér jakka. Það var alveg óþarfi, það var enginn annar í jakka og verðið er búið að vera eins í allan dag! Hér er víst gott veður fram í svona október en þá verður kaldara. Ég á ekki nóg af sumarfötum fyrir þetta. Hér eru allar konur í táslusandölum og pilsum og ég kom bara með eitt pils með mér og það er svart!
Ég fór inn í sérverslun með hárvörur þar sem hægt var að kaupa risastóra brúsa af Tony & Guy sjampói og hárnæringu saman á tæpa 20$ dollara. Það finnst mér mjög ódýrt.
Ég er líka búin að tala við væntanlegan meðleigjanda minn í síman og hún virðist vera ágæt.

1 comment:

OFURINGA said...

Mikið er ég fegin að allt er svona frábært!
Get ekki beðið eftir fleiri fréttum!