Við Erika vorum að fá afhenta lyklana að íbúðinni, ég var búin að gleyma hvað hún er æðislega fín! Ég var líka að hringja í Con Edison sem sér um rafmagnið og gasið og aldrei þessu vant var ekki vandamál að ég er ekki með social security number.
Annars fór ég á þá fjandans skrifstofu í gær, beið í klukkutíma í röð til að fá bréf sem sagði að ég gæti ekki fengið ssn. Ég hefði getað öskrað.
Ég er orðin ansi spennt að byrja í skólanum og fá eitthvað alvöru að gera, mér er farið að leiðast að hafa ekkert svona varanlegt viðfangsefni.
Við Erika köstuðum upp á hver fengi herbergið með baðinu og ég valdi tails sem kom upp. Þannig að ég fékk herbergið sem er 4 tommum breiðara, með 3 gluggum með útsýni og litlu klósetti, ekkert smá heppin.
Eitt var ég að uppgötva og það er að hún Erika er með svakalega krullað hár og stóra fætur alveg eins og góðvinkonur mínar þær Hjördís og Vaka. Ég virðist sækja í þetta krullhærða lið sem verður að teljast nokkuð undarlegt.....
No comments:
Post a Comment