Daddaraddaadddaaa
Nú þarf ég ekki að ganga með gleraugu lengur, vei vei. Ég er með 100% sjón á báðum augum vei vei. Hins vegar þarf ég að fara ómáluð til The Big Apple þar sem ég má ekki nota augnafarða í viku eftir aðgerðina. Hvað ætli maður þurfi að nota mikinn kinnalit til að bæta upp fyrir ómáluð augu?
Annars er það helst í fréttum að ég fann eitthvað silfurdót í uppgreftrinum á miðvikudaginn, ég held ég sé nú barasta Finni sumarsins.
Framundan um helgina er að klára að tæma íbúðina, ég nenni því ekki og byrja að pakka niður fyrir ferðina miklu. Það verður erfitt. Bara tvær stórar töskur, ég er strax komin með valkvíða á háu stigi.
1 comment:
Til hamingju með sjónina!
Þú setur bara upp kúl sólgleraugu þegar þú kemur til NY...
Post a Comment