Tuesday, August 23, 2005

Þá er maður bara komin með rosalega íbúð í New York. Hún er á 205 Pinehurst Avenue sem er í Hudson Heigths hverfinu á norðurhluta Manhattan. Svefnherbergin eru risastór, það er uppþvottavél í fullri stærð og þvottahús í kjallara hússins. Íbúðin er á 4. hæð og með flottu útsýni úr öðru svefnherberginu. Nú þarf ég aftur að kaupa allt nýtt í íbúð s.s. rúm, bókahillur, sófa og svo framvegis.
Ég er líka búin að opna bankareikning og er komin með amerískt debetkort og eitt stykki ávísianahefti. Ég er líka búin að fá þakkarbréf frá bankanum fyrir að hafa byrjað í viðskiptum við þá. Frekar merkilegt mál. Annars er bankamaðurinn minn hörkumyndalegur, hann heitir Burak og er upprunalega frá Tyrklandi, hann er voðalega indæll.
Annars er ég búin að lenda í ýmsu skemmtilegu síðan ég bloggaði seinast. Á föstudaginn lenti ég í ekta New York rigningu, það var hellidemba og ég varð blaut upp að hnjám þó að ég væri með regnhlíf. Þar sem ég var að fara á kynningu fyrir alþjóðlega stúdenta kom ég við í Lord & Taylor og fékk þar bara eitt stykki málningu alveg fríkeypis. Það var gaman.
Í gær fengum við Erika okkur sushi í hádeginu og það var æðislegt, það var á stað sem er rétt hjá íbúðinni okkar, ég ætla oft þangað. Við skoðuðum fjórar íbúðir og sú sem við leigðum var lang lang best og stærst og flottust. Hverfið er afar heimilislegt, gamalt fólk sitjandi á stólum úti á stétt og fullt af krökkum. Það er a.m.k. tveir garðar í næsta nágrenni og neðanjarðarlestin er líka rétt hjá. Seinnipartinn fórum við Erika svo niður í bæ og hittum vinkonu hennar Amber í Sephora sem er geggjuð snyrtivörubúð fyrir þá sem ekki þekkja það. Við fíbbluðumst og máluðum okkur asnalega en svo fínt. Ég keypti bara einn hlut, hvítan trélit til að lita neglur hvítar og hann virkar þokkalega.

1 comment:

Vaka said...

Æðislegt, til hamingju með íbúðina! Sephora, auðvitað kannast maður við það eftir að hafa horft á Americas next topmodel!