Ég fann annað brot úr altarissteininum sem ég fann í fyrra. Ég er ekki komin með íbúð í NY en kannski komin með herbergisfélaga sem heitir Erika og er frá Texas og er líka í CUNY. Ég verð í bænum um helgina. Fer að verða seinasti séns að hitt á mig áður en ég fer til The Big Apple.
Ég fann líka flott kertahald úr bronsi í dag og það er brjálað að gera því það er svo mikið af ferðafólki sem kemur að skoða uppgröftinn.
Við héldum grillveislu í gær í Vallaskógi sem er rosalega flottur. Við borðuðum birki og blóðbergskryddað lambalæri, drukkum bjór og sungum lög við eld. Ég var í nýju flottu lopapeysunni minni og hafði það gott.
No comments:
Post a Comment