Monday, October 10, 2005



Ég er að borða grænt jógúrt. Það er með Key Lime bragði og er bara nokkuð gott, ég skil bara ekki afhverju það þarf að vera grænt, það er frekar ólystugt.
Annars hefur helgin verið ágæt, ég er búin að horfa á marga Six Feet Under þætti en þeir eru í algjöru uppáhaldi þessa dagana.
Ég fór í skoðunarferð um Harlem um helgina og það er rosalega fínt hverfi, kirkjur á hverju strái og svona. Það hellirigndi allan tíman en fína H&M regnhlífin mín sem ég keypti í Kaupmannahöfn á því herrans ári 2002 stóð sig eins og hetja. Ég borðaði djúpsteiktan kjúkling á vöfflu með sírópi sem er víst hefðbundin réttur sem maður á að fá sér þegar maður er á leiðinni heim eftir að hafa verið á djazz-klúbb alla nóttina. Ég sá líka eplið sem borgin er nefnd eftir, það er gamal djazz-staður þangað sem allir tónlistarmenn mættu til að finna vinnu eftir tónleikaferðalög. Í Harlem snýst allt um kirkjur, nema það sem snýst um djazz sem er ansi hreint magnað.
Við fórum líka á sýningu um Malcolm X og þar var æðisleg mynd af honum þar sem hann krýpur í mosku í Egyptalandi. Hann er í þessum hefðbundnu svötu jakkafötum en teppið í moskunni er rautt og fullt af ljósum, virkilega flott. Myndin er hér að ofan, því miður svart-hvít.

1 comment:

Anonymous said...

key lime, mmmsvogott