Monday, October 24, 2005

Ég komst til Kolding eftir um 27 tíma ferðalag kl. 04 að dönskum tíma. Ég var mjög þreytt. Ég var frekar aðgerðalítil í dag, snæddi reyndar ljúffengan danskan morgunverð (og fór aftur að sofa), prófaði sundlaug hótelsins og labbaði niður í miðbæ Kolding. Þetta er mjög fallegur bær, allt ofboðslega hreint og fínt og ákkúrat miðað við Stóra eplið. Hér er mikið af gömlum húsum, öllum afar vel við haldið og eitt stykki kastali sem ég get vonandi skoðað. Ráðstefnan hófst í kvöld með kvöldverði sem var mjög góður og svo voru tveir kynningarfyrirlestrar. Ég held að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt, ég er búin að kynnast stelpu sem heitir Kate og er frá Suður-Afríku. Hún er í MA-námi í líffræði og verður með fyrirlestur hér og allt.
Annars bara til lukku með kvennafrídaginn.
Áfram stelpur!

No comments: