Afmælisdagurinn var bara góður. Ég kláraði plakatið um dýrabeinin frá Skriðuklaustri fyrir ráðstefnuna í Kolding að mestu. Um kvöldið fór ég svo út að borða með Eriku, Ragnheiði Helgu og Furu á franskan stað í East Village þar sem var spilaður lifandi jazz. Ég fékk mér nautakjöt sem var rosalega gott og Créme Brullé í eftirrétt sem var alveg hreint guðdómlegt. Ragnheiður gaf mér phobíu kort sem eru mjög skemmtileg og ég ætla að byrja með fóbíu-getraun, sjá nánar síðar. Fura gaf mér bókina NYC Free & Dirt Cheap, sem er algjör snilld og ég er þegar búin að læra ýmislegt gagnlegt af henni.
Í morgun kom svo ipod-inn frá pabba, hann er í hleðslu núna og ég er alveg að deyja ég er svo spennt að fara að nota hann.
Enn og aftur vil ég þakka fyrir þau símtöl og kveðjur sem mér bárust í gær.
Phobia-getraunin
Hvað er kakorraphiophobia?
Hér er smá vísbending:
Tom was a prized employee at the noodle factory, but he was kakorraphiophobic, so it was hard for him to take satisfaction in his work.
Það er bannað að nota orðabók eða netið, hér er það heilinn sem gildir.
Í verðlaun er 1 stk New York póstkort frá mér!
1 comment:
hræðsla við hveiti...
njeh, hef ekki guðmund
Post a Comment