Monday, October 17, 2005

Í dag var mikið um að vera hjá nagdýrunum á Columbus Circle. Ég sá tvær rottur í þrautakóng og svo tvær pínulitlar mýs með stór eyru.
Annars ákvað ég að endurtaka leikin frá því að ég kom fyrst til New York og labba ofsalega rosaleg langt með ofboðslega mikið af þungu dóti. Ég byrjaði á að koma við í Coliseum Books og kaupa Catch 22 en þá bók hefur mig lengi langað að lesa. Að auki fékk ég aðstoð frá afar síðhærðum manni við að velja flugvélabók. Hann var svo klár að hann gat bent mér á sakamálareyfara sem gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna, ég er afar spennt að byrja að lesa en af einhverjum óþekktum ástæðum hef ég sérstaklega gaman að bókum sem gerast þar.
Svo villtist ég aðeins, beygði þegar ég átti alls ekkert að beygja og labbaði svo lengst upp á 5th Ave. til að fara í stóru H&M búðina þar. Þangða komst ég þó á endanum, ég ætlaði að kaupa skyrtu fyrir ráðstefnuna í Kolding en endaði á að kaupa sætan bol, hann verður bara að duga.
Jeff var svo indæll að setja upp gardínurar mínar og spegilinn í morgun þannig að nú get ég dregið fyrir og speglað mig að vild og ég er afar ánægð með það. Ég var líka að enda við að setja upp heimskort með dyggri aðstoð Eriku þannig að nú er bara orðið ansi fínt hjá mér.
Það var gott að gardínurnar komu upp í dag af því að í gærkvöldi sá ég konuna hinumegin bera að ofan (þau eru heldur ekki með gardínur), hún tók eftir mér og það var allt samans svona frekar vandræðalegt.

2 comments:

Anonymous said...

Kolding á Jótlandi?

Vaka said...

er það ekki Kolding, Alabama?

nei djók, Jylland er det vist.


ég sá líka gaurinn hinum meginn á görðunum beran áður en hann fór að sofa... betra að hafa gardínur.

Við verðum í Danmörku á sama tíma, mjög fyndið :-) Góða ferð Albína mín, vonandi náum við að hittast aðeins í bakaleiðinni.... knus, Vaka.