Thursday, November 17, 2005

Biskup segir að öll þjóðin sé á móti hjónavígslum samkynhneigðra. Ég veit ekki hvernig fólk hann umgengst eiginlega en það er varla mjög gott. Ég efast líka stórlega um að ríkisstjórnin væri að breyta lögum um réttindi samkynhneigðra ef þeir héldu ekki að þeir hefðu stuðning þjóðarinnar til þess. Sjálfri finnst mér þetta eitthvað það stærsta mannréttindamál sem komið hefur fyrir Alþingi Íslendinga síðan að konur fengu kosningarétt.
Ég held að þjóðkirkjan ætti bara að þakka fyrir að samkynheigðir vilji yfir höfuð hafa eitthvað með hana að gera. Meira ruglið.
Hér er farið að kólna all verulega af útbúnaði fólks að dæma, allir komnir með húfur, trefla og vettlinga og í þykkum úlpum. Sjálf fór ég út á jakkanum og mér fannst veðrið hreint yndislegt og alls ekki kalt enda var 8°C hiti. Já, Kanar eru svolítið spes.

3 comments:

OFURINGA said...

Thad er kalt i Belfast...frost a nottunni og svona! Samt er folkid herna bara a peysum og jafnvel bolum uti! A medan Islendingarnir duda sig i ulpur, hufu, trefil og vettlinga!!
N-Irar eru spes!!

Eyja said...

Ég hef ekkert á móti hjónavígslum samkynhneigðra og afsanna þar með fullyrðingu biskups um að *öll* þjóðin sé þeirrar skoðunar. Hann gleymdi greinilega að ráðfæra sig við mig um málið.

Ekki skil ég nú heldur hvernig samkynhneigðir eða vinir þeirra geta hugsað sér að púkka upp á þjóðkirkjuna en það er víst svo margt sem ég skil ekki.

Annars var ég eitthvað að röfla um svipað efni í gær: http://eyjamargret.blogspot.com/2005/11/niur-me-hjnabandi.html

Guggan said...

sama hér í jórvíkinni, við erum veldúðaðar en allir aðrir illa klæddir að mínu mati m.a stúlkurnar hálfnaktar á djamminu og bláar að kulda í frostinu....örugglega með blöðrubólgu líka!!!!