Í dag lærði ég margt og mikið um mannát og reðurhylki. Ég fór í einhverja þá ógeðfelldustu kennslustund sem hingað til á mínum langa skólaferli. Þetta var samt allt afar áhugavert en kannski full mikið að taka þetta bæði fyrir í einum tíma. Við ákváðum nokkur að fara á bar eftir tíma til að jafna okkur. Þegar á barinn var komið föttuðum við að enginn ameríkani var með í för, heldur ég frá Íslandi, Ramona frá Austurríki, Slobodan frá Serbíu og Paola frá Líbanon. Við skemmtum okkur því konunlega við að gera grín að okkar ágætu gestgjöfum og ræða evrópska menningu.
Ég hef unnið stórsigur í baráttu minni við amerískt skrifræði, ég er loksins komin með Taxpayer númer. Vei vei. Af því tilefni ákvað Cingular farsímafyrirtækið mitt að loka á símann minn af óskilgreindum ástæðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér ekki enn tekist að kippa því í lag. Eftir sigur minn á skattinum er ég hins vegar tilbúin í hvað sem er og gefst ekki auðveldlega upp.
Ég hlakka annars mikið til teitis hjá Ragnheiði Helgu næsta föstudag og það er bara allt í full swing.
1 comment:
Sæl Albína
Það er gama að sjá að þú ert farin að hrærast í fjölþjóðlegum kokteil og farin að stunda barina.
Bestu kveðjur frá Ásgeiri sem svaf í einum lúr frá kl 20 til kl 7 í morgun þegar hann var vakinn!
Kv/Pabbi
Post a Comment