Wednesday, January 19, 2005

Nú velta ef til vill margir fyrir sér hvernig hafi verið í Boston. Það var æðislegt. Fyrir utan að veðrið var svipað óspennandi og hérna á klakanum þá var allt annað frábært. Allt var alveg svaðalega ódýrt og fór megin hluti ferðarinnar í að versla. Ég keypti mér þrennar Levi's buxur, peysu, tvo boli, tvo jakka, stígvél og fleira. Allt á hlægilegu verði.
Við fórum líka til Cambridge og skoðuðum nokkur söfn þar sem var mjög gaman.
Á föstudaginn fórum við á körfuboltaleik í Fleetcenter þar sem Boston Celtics kepptu við Altanta Hawks. Leikurinn fór 106-94 fyrir okkar mönnum og var sigurinn aldrei í hættu.
Um helgina vorum við hjá Áslaugu systur pabba, eldðuðum humar, fórum á flott listasafn, á bar, skoðuðum vita og örugglega eitthvað fleira.
Við fórum líka á sædýrasafnið í Boston sem er rosalega flott, ég mundi þegar ég kom inn að ég hafði komið þangað áður en það kom ekki að sök.
Annars eru allir í Boston rosalega hjálplegir og kurteisir. Stundum var ég hálf hissa því maður er varla vanur svoleiðis hér á landi.
"Hótelið" sem við gistum á var nokkuð kostulegt en samt gott. Það var svona allt í snjáðari kanntinum en hreint og ágætlega staðsett. Það er illmögulegt að fá ódýrari gistingu í Boston ef maður vill vera í sér herbergi. Ég set hér veffangið fyrir áhugasama.
http://www.farringtoninn.com/
Niðustaðan er sem sagt að það er gaman að fara til Boston.

No comments: