Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á miklu blogg-leysi af minni hálfu. Ég hef hins vegar mjög góða afsökun.
Ég komst nefnilega að því á þriðjudaginn (það var 4. janúar) laust eftir hádegi að ég þyrfti að sækja um fyrir 8. janúar ef ég vildi komast í skólann sem mig langar í. Síðan þá er allt búið að vera á fullu. Ég þrufti að redda meðmælabréfum, einkunnum, lánsloforði frá LÍN, personal statmenti og guð má vita hvað. Svo þrufti ég líka að panta GRE og TOEFL próf sem ég mun taka í næstu viku úti í Boston. Já ég er nefnilega að fara til Boston á mánudaginn með Stefáni og hlakka mikið til. Það verður geðveikt gaman. Við ætlum að fara á söfn, út að borða, í búðir, á körfuboltaleik og margt fleira.
Annars er það næst á dagskrá að passa Ásgeir litla bróður um helgina. Það verður ævintýr í lagi því hann kann ekki að fara að sofa og öskrar bara. Annars er hann voða góður. Verst hvað hann er farinn að skríða hratt núna.
1 comment:
Hæ pæ
ég var að setja upp síðu en var svo að sjá að hún er alveg eins og litinn og þín
kv. Vaka
www.hi.is/~vys
Post a Comment