Thursday, December 30, 2004

Innlent mbl.is 30.12.2004 08:35
Segir samkeppni meðal launafólks eðlilega
Frjálshyggjufélagið hefur samþykkt ályktun þar sem bent er á, að eðlilegt sé að erlent verkafólk fái vinnu hér á landi. Um leið vilji félagið ítreka mikilvægi þeirra sjálfsögðu mannréttinda útlendinga að semja um kjör sín án atbeina verkalýðshreyfinga sem oftar en ekki fari um með látum og þvingunum gegn rétti fólks til að gera frjálsa samninga.
Segir m.a. í ályktuninni, sem gerð er í tilefni af ályktun Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, að Íslendingar hafi oft sótt atvinnu til annarra landa, t.d. Norðurlandanna. Slíkt sé eðlilegt og heilbrigð sveiflujöfnun á mismunandi atvinnuframboði svæða á mismunandi tímum.
Samkeppni meðal launafólks sé jafn heilbrigð og samkeppni á milli fyrirtækja. Vinstrimenn verði að vera samkvæmir sjálfum sér og hafna verðsamráði á vinnulaunum ef þeir ætla að hafna öðrum tegundum verðsamráðs.

Þetta frjálshyggjufólk er nú ekki alveg í lagi. Það veit greinilega ekkert um langa og árangursríka baráttu verkalýðsfélaga fyrir sjálfsögðum réttindum launafólks s.s. styttri vinnutíma, veikindaleyfum og lágmarkslaunum. Mér þætti athyglisvert að sjá þetta sama fólk vinna 60 klst. á viku uppi á Kárahnjúkum fyrir 100.000 kr á mánuði. Eflaust nýtur þetta fólk sjálft í botn ávaxtanna af baráttu verkalýðshreyfingarinnar og óvíst er það það væri tilbúið að fórna réttindum sínum. Helvítis hræsni og ekkert annað.

No comments: