Sunday, December 19, 2004

Þá er maður bara búin að baka sínar 4 sortir af jólaóhollustu. Fyrir valinu í ár urðu sparijólakaka (það er jólakaka með extra spes mikið af apríkóskum, súkkati, döðlum, sherrýlegnum rúsínum, kokteilberjum og Brasilíuhnetum), súkkulaðibitakökur (sem heppnuðust óvenju vel þetta árið), eldspýtur, browniea og svo gerði ég líka kæfu. Í allt þetta fóru um tveir heilir dagar. Það var voðalega gaman.

Ég vil gjarnan nota þetta tækifæri til að lýsa eftir einkunnum. Hvaða leti er þetta hjá kennurum?

Ég fór í teiti í gær hjá Atla til heiðurs Eggerti Ungverja. Það var gaman en ég galt fyrir með óhemju þynnku í dag. Svaf frá 19-22. Það var gott.

Ég fór með Stefáni og Björgu móður hans að höggva jólatré í dag. Við lögðum af stað kl. 11.30. Ég valdi stærsta tréð í skóginum handa mömmu. Það var svo stórt að það komst ekki í bílinn þannig að við Stefán þurftum að fara heim og ná í Renóinn hans afa og sækja það svo. Tréð var svo langt að það náði meira að segja hálfan meter út úr honum og fyllti alveg út í allt. Það var fyndið. Enn fyndnara verður þegar reynt verður að setja tréð upp. Kannski verður nánar sagt frá því síðar.

2 comments:

OFURINGA said...

er nú alveg löglegt að taka svona jólatré bara úr skóginum krimminn þinn?!?!?!

Og hvenær vandist þú því að fá einkunnir fyrir jól?? Það hef ég aldrei heyrt um á minni ævi!!!

Albína said...

Það er löglegt þegar enginn sér til! og þegar fjölskylda kærastans á landið sem skógurinn stendur á!

Stebbi.

p.s. Albína Kommúnisti!