Wednesday, December 29, 2004

Baunin er bara búin að vera í jólafríi.
Það hefur verið ágætt. Lestrarafköst eru með því minnsta sem þekkist, ég er ekki einu sinni hálfnuð með eina bók. Mjög slappt.
Ég er búin að setja saman standlampan sem ég fékk frá ömmu nöfnu og hann er voðalega fínn.
Ég fékk allt of mikið af jólagjöfum að venju. Besta og óvæntasta gjöfin var frá ömmu og afa. Það var æðisleg svört rúllukragapeysa og grátt köflótt pils. Amma og afi eru betri að velja föt á mig en ég sjálf. Það er sorglegt. Ég er að hugsa um að ráða þau sem persónulega stílista.
Eftir því var tekið að enginn á mínu jólaheimili (sem er hjá ömmu og afa í Kórsölum) fékk eftirtalda hluti: Kleifarvatn e. Arnald, Vetrarljóð með Gröndalnum, Sálma með systur KK, Nylon eða aðra topp-selling hluti jólavertíðarninnar.

Ég fékk Tenderfoot geisladiskinn í jólagjöf frá Varða bróður. Hann er mjög góður, rólegur en samt spennandi, söngvarinn hljómar á köflum eins og Tom York sem getur ekki verið slæmt.

Ég er búin að gefa 2000 kr til Rauða krossins vegna flóðbylgjunnar. Hvet aðra til að gera slíkt hið sama, það veitir ekki af peningunum og við erum jú flest vel aflögufær.

Ég var annars að uppgötva snilldar söngkonu um daginn. Hún heitir Lhasa. Ég sat í bílnum hjá mömmu og Hörður Torfa (já ég veit) var með þáttinn sinn Sáðmenn söngvanna. Hann var að fjalla um þessa söngkonu og ég var alveg heilluð. Lét mömmu gefa Áslaug frænku disk með henni í jólagjöf. Tónlistinn hennar er svona sorgleg, mögnuð, spennandi og tilraunakennd hljóðfæranotkun gengur ótrúlega vel upp. Ég ætla að fjárfesta í disk úti í hinum stóru Bandaríkjum.

Nú ætla ég að fara að spila Sims 2 sem ég var að fá frá Varða.

No comments: