Það er ótrúlegt hvað manni tekst að safna að sér miklu drasli á ekki nema 22 árum. Ég hugsa að ég eigi eftir að vera ný búin að koma öllu fyrir þegar ég þarf að flytja aftur í haust.
Ég er líka óttalegur ruslsafnair, tími ekki að henda hlutum. Það er vandamál.
Þó að ég sé búin að fara með 5 stóra kassa niður í geymslu er samt allt ennþá fullt af drasli.
Þetta vestræna neysluþjóðfélag er alveg að fara með mig.
Ég er komin með jólasektarkennd á háu stigi. Í hvert skipti sem ég kaupi eitthvað (sem er n.b. allt of oft!) þá hugsa ég hvað væri hægt að fæða marga í Afríku fyrir þennan pening sem ég er að eyða í föt og klippingu og annað rusl. Ef ég seldi allt sem ég á gæti ég öruggleg fætt smáþjóð í Afríku fyrir peninginn í eitt ár. Það er skuggaleg tilhugsun.
Annars er skólinn bara búinn hjá mér og allt í góðu. Mér gekk ágætlega á þessu eina prófi sem ég fór í held ég. Nú er mig bara farið að lengja eftir einkunnum. Ég var svo bjartsýn að halda að ég gæti fengið námslánið fyrir jól því ég er búin svona snemma en það er orðið afar ólíklegt.
No comments:
Post a Comment