Jæja maður var bara að syngja á tónleikum í gær. Gekk svona líka glimrandi vel. Ég söng tvö lög; Það á að gefa börnum brauð og How beautiful are the feet of them úr Messíasi eftir Handel. Ég er bara rígmontin.
Ég er svona smán saman að skreyta fyrir jólahátíðina. Er núna búin að setja upp aðventuljós, jólatrésljós, jólamús, jólaviskustykki og setja skraut á snjóberjagreinar mínar. Ég var löngu búin að setja fyrir jólasængurverið á. Þetta magnast svo þegar nær dregur jólum.
Ég held að einhver sé að stela mýkingarefninu mínu. Það minnkar svo hratt í henni. Mér finnst asnalegt að geta ekki geymt það í sameiginlega þvottahúsinu þar sem eru heilar 3 þvottavélar án þess að fólk sé að stelast í það. Kannski er ég bara vænisjúk.
Annars afrekuðum við Stefán það um helgina að setja saman eitt stykki IKEA kommóðu. Við krambúleruðum hana bara smá. Ég á samt eftir að raða í hana. Það verður orðið ansi fínt hérna þegar ég verð búin að þrífa geymsluna og setja allt ruslið mitt þangað. Sjálfboðaliðar til geymsluþrifa óskast.
No comments:
Post a Comment