Þá er ég búin að föndra fyrir jólin. Meistaraverk hefur litið dagsins ljós. Appelsína skreytt með negulnöglum. Undanfarin þrjú jól hefur föndrið falist í þessu. Ég er bara nokkuð ánægð með það, lím og svoleiðis er allt of mikið vesen.
Ég er búin með eitt verkefni enn, það er í yfirlestri hjá hinum mikla Stefáni. Mér telst til að ég sé búin að skila 8 verkefnum það sem af er vetrar, skila svo tveimur í viðbót núna á eftir og þá eru bara tvö eftir. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það sem meira er þá voru þetta allt meðallöng til alveg rosalega löng verkefni. Ég er búin að vera rosalega dugleg. Er líka búin að fá lægst 8,5 það sem af er vetrar og meira að segja eina 9,5. Ég er rosalega góð.
Ég er að hlusta á jólalög. Mæli sérstaklega með eftirfarandi lögum:
Jólakötturinn - Björk
Merry Little Christmas - Coldplay
Christmas Time - Smashing Pumkins
White Christmas - Bing Crosby
Jólasnjór - Ellý og Vilhjálmur
Ég er ekki enn búin að horfa á bestu jólamyndi í heimi, The Grinch. Þarf að fara að grafa hana uppn hún er einhvers staðar í draslinu. Annars sá ég The Mask aftur um helgina (merkilegt hvað Jim Carrey fer vel að vera grænn í framan, sbr. Grinch og Mask). Hún er ennþá mjög fyndin og hefur elst þrusu vel. Tæknibrellurnar voru flestar enn fínar.
No comments:
Post a Comment