Saturday, December 03, 2005

Ég er náttúrulaus, ég ætla á umhverfisverndartónleika með Vöku, spennó.
Ég byrjaði að skoða beinasafnið frá Skriðuklaustri í gær og undur og stórmerki, ég fann strax sköflung úr sel og sköflung úr svíni. Af hverju er þetta merkilegt myndu sumir spyrja, jú af því að Skriðuklaustur er lengst inni í landi og svín eru frekar sjaldgæf á Íslandi eftir að víkingarnir gáfust upp á þeim svona upp úr 1000.
Ég var að skoða The New York Times á netinu og þar var tvennt sem vakti ánægju mína, 3 af 5 bestu skáldsögum ársins samkvæmt blaðinu eru eftir konur og konur í Suður-Ameríku eru farnar að berjast af aukinni hörku gegn allsherjar banni við fóstureyðingum og það sem meira er, barátta þeirra virðist ætla að bera árangur.

1 comment:

Vaka said...

Það verður stuð á tónleikunum... Dísan er líka búin að kaupa miða!

ps. ég fékk síðasta græn/gyllta burstasettið frá MAC, ógeðslega ánægð :-) nú á ég 10 bursta og tilbúin í hvað sem er... hehe (ein með þetta á heilanum :-)