Thursday, December 08, 2005


Ykkur er öllum boðið í partý í New York á laugardaginn. Nema þið komist ekki af því að þið eruð ekki í New York! Ha!

Dagurinn í dag var frekar furðulegur. Ég ætlaði á fyrirlestur en honum var frestað. Tölvan mín tók upp á að vera sífellt með BSOD (blúscrín of detð eða bláskjá dauðans) svo ég gat ekki notað hana. Svo tók ég lestina og ipodinn minn vildi ekki kveikja á sér. Svo var maður í lestinni með eitthvað það voldugasta yfirvarakskegg sem ég hef nokkru sinni séð. Yfirvaraskeggið mikla var nokkurnvegin eins og myndin að ofan, bara alvöru og virðulegra, ræktarlegra og flottara. Svo var annar maður í lestinni í hvítum leðurjakka sem var með ásaumaðri beinagrind úr svörtu leðri, svona eins og grímubúningur mjög sérstakt.
Ég var að skrifa emil til að bjóða fólki í partýið okkar Eriku og komst þá að því að ég þekki svona 20 manneskjur hér í borg, það finnst mér ekki mikið, ég þarf að vera virkari í að mynda vináttusambönd.

5 comments:

Eyja said...

Ég mæti ef ég verð á svæðinu. Er núna í óða önn að láta mér vaxa viðeigandi yfirvaraskegg.

Geturðu ekki bara fengið David Letterman til að auglýsa partýið?

Anonymous said...

Oh, mig langar í partý til New York....

Góða skemmtun, kem bara næst :-)

kv. Vaka

OFURINGA said...

Mig langar i party! En mer finnst 20 manns nokkud vel af ser vikid bara midad vid ad thu ert buin ad vera tharna i 3-4 manudi...verd nu bara ad segja thad.

Anonymous said...

Blaann skja! Thu segir nokkud. Min hefur verid ad taka upp a thessu lika undanfarid, serstaklega eftir mikla notkun. Thad var einhver ad segja mer ad eg thyrfti kannski ad formatta harda diskinn upp a nytt, thar sem their fyllast af alskonar rusli, tho ad madur se med spyware og allt thad. Eg kann samt ekki svoleidis, svo ad eg tharf ad fara ad drifa mig a verkstaedi med hana.
Kv. Oskar, Belfast.

Eyja said...

Jæja, hvernig var svo partýið?