Sunday, December 04, 2005

Ég ætla að fara á Messías eftir Handel í Trinity Church sunnudaginn 11. desember, ég er ofsalega spennt!
Það snjóaði hér í nótt, smá svona jóla púðursnjór voða sætt. Ég er viss um að það er allt mér að þakka því ég notaði fínu flísnáttbuxurnar sem Áslaug gaf mér í fyrsta skipti í gær. Þær eru ljósbláar með myndum af snjókornum og svo var ég líka í sokkum með snjókornum og í bláu flíspeysunni minni, ég var eins og stórt blátt snjókorn og þá snjóaði, það getur ekki verið tilviljun.

Eyja klukkaði mig víst, ég er að vinna í svari, það mun birtast á næstu dögum.

Annars vil ég skora á alla/r Alþingiskonur og -menn að hætta þessum aulagangi og samþykkja ný vændislög þar sem gert er refsivert að kaupa vændi. Það eru engin rök fyrir því að refsa aðeins seljandanum, það er jú yfirleitt seljandinn sem er hjálparþurfi. Sá sem kaupir vændi er að færa sér í nyt neyð annarar manneskju á versta hátt sem hægt er.

Best að halda áfram að læra.

No comments: