Tuesday, December 27, 2005

Jólin erum komin og farin. Mér fannst mjög skrítið að byrja jólin á Þorláksmessu, þetta varð allt eitthvað svo stutt. Ég fékk ýmsar sniðugar gjafir, stafræna myndavél frá mömmu og pabba, 66°N ullarpeysu frá ömmu og afa, 50 boyfriends worse than yours frá Eriku herbergisfélaga mínum, flottan heimaprjónaðan trefil frá Agna, Eyju og co, slatta af góðum bókum og svo mætti lengi telja.
Ég fór í sund í Breiðholtslaug með mömmu áðan sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þar að í afgreiðslunni voru tvær táningsstúlkur og önnur þeirra spurði mig hátt og snjallt hvort ég væri með sílíkon. Ég neitaði og þetta fannst þeim afar merkilegt og við mamma vorum alveg að drepast úr hlátri, það er sko aldrei lognmolla í Breiðholtinu og svo eru líka geggjaðar rennibrautir.
Ásgeir litli bróðir er búinn að læra að segja Bína, ég er voðalega ánægð og leyfi honum að kalla mig það þó að almennt sé ég mjög á móti þessari styttingu.
Ég verð á klakanum til 13. janúar og bíð spennt eftir að komast á almennilegt íslenskt djamm.

No comments: