Thursday, January 05, 2006

Á áramótunum var mikið djamm og mikið gaman. Ég vil þakka skipuleggjendum Hressó-gleðinnar vel unnin störf, snældusnúðurinn var snilld og ég dansaði og dansaði og dansaði og svo bauð indverskur maður mér fótanudd og það var svaka gaman að hitta alla.
Á föstudaginn er svo meira djamm og tónleikar á laugardaginn, nóg að gera.
Ég fór á Bókhlöðuna í gær (og reyndar líka í dag) frekar sorglegt en auðvitað hitti ég þar fyrir hann Gunnar Pál. Ég hef sterkan grun um að hann haldi heimili í einhverjum af litlu vinnuklefunum en get ekki sannað það að svo stöddu.
Ég lauk í gær við bókina Skuggi vindsins eftir spænskan gaur sem ég man ekki hvað heitir, mjög góð, nú á ég bara eftir að lesa Aragóarflísina og Hrafninn og þá eru íslensku jólabækurnar búnar.
Ég er líka að fara í leikhús á föstudaginn á Eldhús eftir máli sem byggt er á smásögum Svövu Jakobsdóttur, ég er spennt. Ég er líka að fara í myndatöku með öllum bræðrum mínum á föstudaginn svolítið blendar tilfinningar gagnvart því en vonandi koma myndir vel út.
Nú verð ég að halda áfram að skrifa ritgerð.

No comments: