Monday, January 09, 2006

Svefnleysi er nýja kraftaverkameðalið. Ég vakti í alla nótt, fyrst til að klára ritgerð og svo Aragóarflísina eftir Sjón og svo gat ég ekki sofnað þannig að ég fór bara aftur á fætur kl. 5. Í dag er ég búin að fara í sund, í bólusetningu, á fund, á Bókhlöðuna, skila drasli, kaupa bók í Bóksölu stúdenta (hið stórskemmtilega meistaraverk Fiskurinn sem munkunum þótti bestur), vinna í verkefni, naglalakka mig, taka til og bara endalaus afköst. Mér líður samt frekar furðulega. Annars sá ég stelpu bakka á Kratatippi fyrir utan Hlöðuna og ég fékk svona Schadenfreude. Ég ætlaði að segja eitthvað meira merkilegt en ég er búin að gleyma því.

2 comments:

Anonymous said...

Hvað er Kratatippi? Ö

OFURINGA said...

Kratatippi???
Schadenfreude???

Eru thetta einhver nyyrdi??