Saturday, January 07, 2006


Það er gaman að vera á Íslandi. Tók magnað þrettándadjamm í gær með gellunum, sbr. meðfylgjandi mynd. Hjördísi skal héðan í frá kalla Perrannn. Þarna kom hennar rétt eðli loks í ljós. Ásta ætlar í Ædolið næst, en Vaka rústaði samt SingStar þetta kvöld. Vaka sá um sminkið og svo voru drukknir margir Mojito og ófáar fullnægingar, þetta var þrusu-kvöld.
Dagurinn í dag fór svo í góða þynnku, mat hjá ömmu og Náttúrulausa tónleika. Þeir voru magnaðir, ég fékk Hróarskeldu fiðring. Björk var brill að venju en mest á óvart kom Damien Rice sem ég hélt mér finndist of væminn en svo er hann bara fínn. Hjálmar voru mjög góðir en Mugison og Sigurrós hefðu mátt taka meira en eitt lag mín vegna. Á eftir tókum ég Dísa og Vaka smá rúnt niður Laugaveginn og var ekki bara Bobby Fisher mættur í góðu stuði.

1 comment:

Vaka said...

Takk fyrir æðislegt kvöld, bæði á föstudaginn og laugardaginn :)

gaman að eiga myndir af okkur öllum stelpunum saman :)