Það hefur margt á daga mína drifið síðan ég skrifaði seinast. Íris og Hjördís eru búnar að vera í heimsókn, það hefur mikið verði verslað, djammað, kjaftað og bara almennt stuð. Loksins er ég farin að skilja eitthvað í næturlífinu hér, túrsitarnir djamma um helgar en New York búar virka daga, þá helst miðvikudaga og fimmtudaga. Við fórum í brunch, hand- og fótsnyrtingu, á Metropolitan safnið, Knicks leik (þeir stórtöpuðu), ég er búin að kynnast tveimur frábærum stelpum í gegnum Jessicu vinkonu Hjördísar frá Boston (og kannski einum strák...), þær Ashley og Quinn drössluðust um allt með okkur stöllurnar og sýndu okkur ýmislegt skemmtilegt. Ég keypti svaðalega flotta svarta handtösku í Williamsburg í gær, ég hugsa að ég flytji þangað næsta haust, miklu skemmtilegra hverfi, betur staðsett og svona en þar sem ég er núna.
Ég segi meir frá síðar og kannski koma líka myndir ef ég nenni.
Annars er ég bara spennt að byrja í skólanum aftur.
No comments:
Post a Comment