Monday, February 14, 2005

Óður til nýrrar múrskeiðar

Þú ert voða flott
að grafa með þér verður gott.
Þú ert alveg ný
og á þér er ekkert slý.
Ég hlakka til í sumar
þegar gleðin gumar
að grafa með þér oft
og finna fínt dót.
Þú er sæt
og mæt
og beitt
með rautt gúmmí skaft.

Annars var ég í magnaðri skálaferð um helgina. Ég var þunn, við sungum mikið, spiluðum Party og Co. Hákon Jensson drapst fyrstur og ég fór þriðja seinust að sofa.

1 comment:

Marta said...

heill þér albaun. Gott ljóð. Framsækið. Eftirminnilegt. Upplífgandi í gráma hversdagsleikans. Og. Með rautt gúmmískaft.