Fjölskyldumál
Í dag mega íslenskir dómstólar ekki fella dóm um sameiginlegt forræði í forræðisdeilum.
Pétur Blöndal alþingismaður sagði á Alþingi um daginn að börn ættu ekkert erindi á leikskóla fyrir 3 ára aldur. Hann veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Í fyrsta lagi er það gott fyrir þroska barna, sérstaklega félagsþroska að umgangast önnur börn á leikskólum. Heimavinnandi foreldrar finna oft fyrir félagslegri einangrun vegna einangrunar frá öðrum fullorðnum. Hver á að vinna ef annað foreldri þarf að vera heima hjá hverju barni til 3 ára aldurs. Það er bara ekki heil brú í þessu hjá manninum.
Annars var Sif Friðleifsdóttir að skora stig hjá mér í dag. Hún spurði fjármálaráðherra um samþættingu jafnréttissjónarmiða og fjárlagagerðar. Eins og við var að búast varð ansi hreint fátt um svör. Vonandi heldur Sif áfram í þessum ágæta baráttuham.
No comments:
Post a Comment