Ég hef ákveðið að svara athugasemd sem barst við pistli mínum frá 2. febrúar 2005.
Í athugasemd minni eru umkvartanir mínar varðandi aðstöðumál í Háskóla Íslands gagnrýndar og undirliggjandi eru skilaboð um að þær séu smávægilegar og að námsmenn á Íslandi hafi það jafnvel of gott.
Vissulega er það rétt að aðstaða til náms á Íslandi er að mörgu leiti til fyrirmyndar en betur má ef duga skal. Nú veit ég ekki alveg hvar ég á að byrja.
Í fyrsta lagi eru laun þeirra kennara við Háskólann sem ekki gegna prófessorsstöðu (og þeim fer fækkandi sbr. að nú er enginn starfandi prófessor við íslensku) eru til háborinnar skammar. Bókakostur Þjóðarbókhlöðunnar er með því sorglegra sem þekkist, sem dæmi má nefna að aðeins eru til nokkrar bækur um stöðluð próf s.s. GRE og TOEFL og eru þær flestar úreltar. Þessi bókafátækt veldur því að nemendur þurfa oft að reiða sig á millisafnalán sem eru mjög dýr. Ein bók kostar 800 kr, grein 1-20 bls. 400 kr og lengri greinar 700 kr.
Innan Háskólans gætir nokkurrar misskiptingar eftir greinum sem best sjást á aðbúnaði nemenda. Dæmi um þetta er að í Lögbergi er ágæt lesstofa með einstaklingsborðum (sem er reyndar of lítil eftir því sem mér skilst) og lýsingu en í Árnagarði er nú aðeins lesstofa fyrir MA-nema. Í Læknagarði eru lesstofa þar sem nemendur "eiga" sitt borð og geta skilið þar eftir bækur og annað. Fyrir verkfræðideild er til heilt bókasafn þar sem er nokkur fjöldi lesborða og þokkaleg aðstaða.
Námslánin frá LÍN eru svo enn eitt málið. Óháð því hvort þau séu nógu há til að hægt sé að lifa á þeim þá eru þetta í raun nokkuð dýr lán. Um daginn var endurgreiðlsubyrði námslána lækkuð úr 4,75% í 3,75% og allir voru rosalega ánægðir. Í raun þýðir þetta að fólk verður en lengur að greiða niður sín námslán en áður og heildarfjárhæðin sem greidd er til baka hækkar vegna þess að lánin eru verðtryggð. Ef einhver hefur áhuga á að heyra meira um böl verðtryggingarinnar geriði þá athugasemd og kannski ég geri einhvern tíman pistil um hana.
Í Háskóla Íslands eru nemendum sem standa sig vel veitt afar lítil umbun, það eru örfáir styrkir sem hægt er að sækja um og í raun skiptir engu andskotans máli hvort maður er með 8 í meðaleinkunn eða 9 eða 6. Öllum er sama, það að standa sig vel, klára á réttum tíma, taka auka einingar og svo framvegis er einskis metið.
Atvinnuhorfur eftir að námi er lokið eða á sumrin eru annað mál. Atvinnuleysi meðal ungs fólks (16-24 ára) er 6,9%.
Samt er allt frábært á Íslandi. Vei
1 comment:
Margt rétt...menntamálin eru ekki beint í fyrsta sæti hér á landi ísa...eiginlega er allt í pati í HÍ...en að kvarta undan klósettpappírsleysi og vondu kaffi er ys og þys út af engu...kvart missir marks ef kvartað er einungis til að kvarta...
Post a Comment