Bylgjan 06. febrúar 10:35
Hafnar sprautuáætlun SÞ
Breska dagblaðið The Observer skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum. Bandaríkjastjórn setur sig upp á móti þessu og segir að þetta jafnist á við að verið sé að samþykkja fíkn manna og hótar að hætta að veita fé í alnæmisbaráttuna nema þessu verði breytt.
Alltaf eru Bandaríkjamenn jafn framsýnir.
No comments:
Post a Comment