Verðstríðinu lokið!
Ég fór í Bónus í morgun sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að þar var starfsfólk í óðaönn að hækka aftur vöruverðeftir snarpt verðstríð helgarinnar.
Alveg meiriháttar varanleg kjarabót eða þannig. Verðstríð sem endist í 5 daga breytir afskaplega litlu fyrir vísitölufjölskylduna. Kannski sparnaður upp á 1000 kr og þessu hreykir fólk sér af í fjölmiðlum. Aftur og aftur falla íslenskir neytendur í gryfju kauphéðnanna.
No comments:
Post a Comment