Einu sinni er allt fyrst
Dekkið á hjólinu mínu var sprungið. Ég fór með það í viðgerð. Hélt það myndi ekki vera dýrt. Í ljós kom að það var ekki sprungið á hjólinu heldur hafði einhvert góðmenni gert mér þann stóra greiða að skera í dekkið. Maðurinn á verkstæðinu var alveg steinhissa og sýndi mér glæsilegan 5 cm langan skurð. Dekkið og slangan voru handónýt. Til gamans má geta þess að ég lét einmitt skipta um dekk í haust þannig að um var að ræða nýtt og nánast óslitið dekk. Herlegheitin kostuðu mig tæpar 4000 kr á endanum. Ég vona að einhver sé með hrottalegt samviskubit út af þessu.
No comments:
Post a Comment