Tuesday, March 22, 2005

Ég er farin að halda að ég sé með slysasegul. Í gær sá ég tvo árekstra, um daginn keyrði ég fram hjá þegar nýlega var búið að keyra á eldri konu sem lést og í dag var ég að keyra hjá Nóatúni við Hringbraut og þar voru tveir slökkviliðsbílar. Þetta er farið að valda mér nokkrum áhyggjum.

4 comments:

Vaka said...

Nóatún var að verðlauna slökkviliðið fyrir að hafa slökkt eldinn í búðínni í desember.

Anonymous said...

Hæ skvísa, langaði bara til að óska þér til hamingju með að vera komin inn í skólann í NY, verður örugglega æði:)

Vaka said...

Ég hélt líka einu sinni að ég væri svona slysasegull, eða að slysum væri eitthvað að fjölga allverulega. Þá fattaði ég að ég dvaldist langdvölum í grennd við Landspítala-Háskólasjúkrahús og varð þess vegna mun meira vör við sjúkrabíla en áður.

Anonymous said...

Hrævara skinnahunskinns bupp
hvort er hún komin á hreppinn upp?
Neglings steglings státum
stagara gjagara tenn
Hvaða fjandans látum
hvort lifir hún enn?