Monday, March 07, 2005

Verðstríði lokið!
Ég fór í Bónus í morgun sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Þar varð ég hins vegar vitni að að ansi skemmtilegum hlut. Starfsfólk verslunarinnar var í óða önn að hækka vöruverð í versluninni eftir stutt en snarpt verðstríð helgarinnar. Einhvern vegin efast ég stórlega um að hin almenni neytandi hafi sparað mikið á þessu vikulanga verðstríði. Hvernig væri að hafa vöruverð almennt lágt í stað þess að blása til sóknar ca. einu sinni á ári og lækka allt niður úr öllu valdi. Að sjálfsögðu eru íslenskir fjölmiðlar sofandi á verðinum að venju, ég efast um að það verði í fréttunum í kvöld að búið sé að hækka vöruverð á ný. Aftur hafa íslenskir neytendur bitið á agnið hjá kaupahéðnunum og látið í lægri pokan.


Ég var áðan að reyna að koma myndum frá Félagi fornleifafræðinema á netið í hundraðasta skiptið. Að sjálfsögðu mistókst það. Það skiptir ekki máli hvað ég reyni allt fer í vaskinn. Ég hata tölvur.

No comments: