Ég fór í Bed, Bath & Beyond og keypti rúmteppi sem er alveg í stíl við allt í herberginu mínu fyrir $10 það finnst mér ansi góð kaup. Skrúfurnar fyrir Ikea kommóðuna mína ætti að koma hvað úr hverju og þegar ég verð búin að setja hana saman verður þetta orðið ansi hreint fínt hjá mér. Í BB&B fann ég líka loksins vasa-tissjú á viðráðanlegu verði, pakka með 15 minni pökkum á $1.99. Svona virðist vera afar erfitt að fá hér, líklega af því að það þykir mjög ófínt að snýta sér á almannafæri hér.
1 comment:
Til hamingju med afmælið skvís.
Pabbi og Ásgeir
Post a Comment