Ég er að læra á Bókhlöðunni. Það eru flest borð upptekin. Spurning hvort stjórnendur Hlöðunnar hafi heyrt um svokölluð millistykki. Ég er jú einmitt svo heppin að sitja á borði sem er um það bil 30 m frá næstu innstungu sem betur fer er batteríið á tölvunni minni enn í ágætu lagi svo ég ætti að geta gert eitthvað. Samt algjör skandall, það eru jú oftast borð með engum tengjum sem eru laus.
Er ég ein um að vera ekki að fatta hver af Victorunum í Úkraínu er vondi kallinn. Þeir heita báðir e-ð Joð voðalangt og ég er ekki að ná hver er hvað. Reyndar veit ég núna að sá sem var einu sinni sætur en er nú allur bólginn og út í bólum er góði kallinn en ég man samt ekki hvað hann heitir.
Í dag er ég að fara að skila lengstu ritgerð sem ég hef skrifað hingað til. Hún er um 9000 orð. Reyndar erum við þrjár sem skrifuðum hana en samt alveg góður slatti. Hún er um vændi.
No comments:
Post a Comment