Tuesday, November 30, 2004

Er einhver að lesa þetta blogg? Líklega ekki enda hefur það verið dautt í meira en ár. Ég ætla samt að skrifa.

Ég er búin að vera að pæla dálítið í framboði og eftirspurn. Allir geta verið sammála um að þetta eru tengd fyrirbæri. Er rétt að svara allri eftirspurn? Gott dæmi um þetta er barnaklám. Eftir því er eftirspurn samt eru allir sammála um að henni beri ekki að svara, það sé ólöglegt að svara henni með því að framleiða barnaklám. Ef litið er á nýlega umræðu um árshátíðarlag MR má skoða það frá þessu sjónarhorni. Inspector scholae Jón Bjarni réttlæti birtingu lagsins meðal annars með því að menning okkar væri full af svona kvenfyrirlitningu, það væri eftirspurn eftir svona efni. Þetta væri grín sem ekki ætti að taka alvarlega. Með þessu geri hann lítið úr því valdatæki sem grín og húmor er. Með því að gera grín að jafnréttisbaráttunni og femínistum er verið að smætta vandamálið og gera lítið úr því. Fyndni er ein leið til að halda konum niðri. Vinsældir kvenhaturshúmors eru miklar um þessar mundir. Freysi á X-inu er gott dæmi um þetta og ummæli Davíðs Oddssonar um að hann hafi alltaf verið karlremba í Gísla Marteini. Er þetta í lagi? Er fyndið að tala um hórur og mellur? Eru konur bara skemmtiefni fyrir karla?
Af hverju mótmæltu stelpur í MR ekki árshátíðarlaginu? Eftir því sem ég kemst næst er engin stelpa í stjórn skólafélags MR þetta árið (af hverju hefur enginn talað um það, þetta er hneyksli!) og aðeins ein í stjórn Framtíðarinnar. Af þessu má sjá að stúlkur innan MR hafa ekki beinlínis marga fulltrúa í æðstu stjórnum félagslífsins. Þær hafa enga rödd, skammtímahagsmunir þeirra eru fólgnir í að samþykkja ríkjandi karlaveldi, annars verða þær sjálfar skotspónninn.
Þegar ég var í MR voru dæmi um karlrembu og kvenhatur ófá í málgögnum beggja skólafélaganna og eitt árið var lag á árshátíðardisknum sem hét Anna Lind (hleyptu mér inn í analinn) eða eitthvað á þann veg. Á þeim tíma gerði ég sjálf engar athugasemdi við það og mér er ekki kunnugt um að nokkur önnur stelpa, foreldri eða stjórnendur skólans hafi gert það heldur. Af hverju sættum við okkur við þessa klámvæðingu?

No comments: