Monday, November 29, 2004

Ég var búin að blogga rosa flott en það urðu tæknilegir örðugleikar. Ég mun reyna að endurskapa meistaraverkið.

“Ordinary people can do extraordinary things if they are organized.” New Party News, 1997.

“Society not only controls our movments, but shapes our identity, our thoughts and our emotions. The structures of society become the structures of our own consciousness. Society does not stop at the surface of our skins. Society penetrates us as much as it envelopes us.” Berger, 1963.

Ég hata Bandaríkin. Ég var að klára 19. og seinasta kaflann í Social Problems, námsbókinni minni í Fjölbreytileika og félagsleg mismunun. Mæli með henni fyrir þá sem hafa hug á að fræðast um Bandaríkin. Þetta er ekki fögur mynd sem dregin er upp og það versta er að ég held að allt sem stendur í henni sé satt og heldur sé dregið úr en hitt. Í Bandaríkjunum eru skólar þar sem ekki eru til nóg borð fyrir alla nemendurna og klósettin virka ekki. Hvernig væri að Rauði kross Íslands stæði fyrir söfnun fyrir börn sem búa við örbigð í ríkasta landi heims?

Ég var að passa Ásgeir litla bróðir í dag. Hann var voða góður eins og venjulega. Við fórum á Tjörnina með alveg gommu af brauði. Ég held það hafi aldrei jafn margir einstaklingar verið jafn yfir sig ánægðir að sjá mig. Það ætlaði allt að verða vitlaust. Gæsir, endur, svanir og dúfur hópuðust að okkur svo mér var nóg um. Einn svanurinn borðaði brauð úr hendinni á mér og ein gæs beit mig smá í puttan. Þetta var æðislega gaman. Mæli með Tjörninni til að losa um streitu tengda prófum og jólahátíðinni.




Ég hata pylsuráðherran Guðna Ágústsson.